Þrumufleygur Frá Álfhólum - Icelandic Stallion Born 2006
 
Picture
Þrumufleygur og John Kristinn
Á stórmóti Geysis sem haldið var yfir verslunarmanna helgina var efnt til sýninga frá ræktunarbúum á Suðurlandi. Við frænkurnar í Álfhólum stóðumst ekki mátið og skráðum okkur með þar sem við vorum jú kannski yfir okkur ánægðar að vera komnar í hnakkinn aftur. 

Þrumufleygur hefur verið í griðingu með hryssum frá byrjun Júni og hans líkamsrækt hefur verið að sinna þeim og standa varðbergi um stóðið sitt. Við tókum folann inn og járnuðum hann 3 dögum fyrir sýninguna prófuðum og það var eins og við manninn mælt, Þrumufleygur var í feikna stuði. Hann fékk þó að gista hjá konunum sínum yfir næturna fram að sýningu en John reið honum þrisvar sinnum fyrir. 

Þrumufleygur og John áttu svakalega góða innkomu og heillaðist öll brekkan af hestinum enda varla annað hægt. Krafturinn í þessum 4 vetra fola er ótrúlegur og hvað þá fótaburðurinn og rýmið. Við djókuðum nú með það eftir á að við hin hefðum alveg getað sleppt því að mæta því allir horfðu bara á Þrumufleyginn. 

Þrumufleygur sýndi mikla ganghæfileika frábært tölt, magnað brokk og átti góða skeiðspretti. 

Það var ótrúlega gaman að enda sumarið hjá honum með þessari innkomu og fékk hann verðskuldaða eftirtekt eftir þessa sýningu. 


Hér fyrir neðan er að sjá myndir af Þrumaranum og Video af Sýningunni!


Þrumufleygur draws huge attention!
On the big South competition that was held the first weekend in August a breeding show from breedings farms where present. We on Álfhólar where excited to take part in this. 

Þrumufleygur has been in out on the field with his mare form the beginning of June and his exercise has only been running around and watching his mares. We took him inside only 3 days before the show and shoed him and tryed him. It was like he had never stopped training him this summer. He was really good and had lot of power. 

Þrumufleygur and John had a awesome show and all the people watching where amazed. The power and charisma blow people away in this 4 year old stud and not to talk about the movements and the speed range. We laugh a little bit about that maybe the other horses did not need to go also from Alfhólar because everyone just watched him!

Þrumufleygur showed off his great gaits, stunning tölt, amazing trot and great pace. 

It was so nice to end this year with this show of Þrumufleygur and he got good attention from everyone after this show.   

Here below you can see photos of him and Video of the Show!

Rósa
8/23/2010 07:07:00 am

Hann er frábær, geðveikt stolt af honum og þjálfara hans..kveðja mamma

ReplyLeave a Reply.

  Þrumarinn er..

  ... svakalegur!
  ... alvöru!
  ... hágengur!
  ... skrefmikill! 
  ... geðgóður!
  ... viljugur!
  ... mjúkur!
  ... engum líkur!!!

  Nafnið Þrumufleygur...

  Nafnið Þrumuflegur festist við hann þegar hann sýndi í gríð og erg SVAÐALEG tilþrif hlaupandi efitr móður sinni sem folald. Þá var ekki aftur snúið og Þrumufleygur var það. Aðrir eins skeiðsprettir og fótaburður hafa varla sést.  

  The name Þrumu-fleygur...

  He was named Þrumu-fleygur when he was only few days old running after his mother.  We have then or now seen such movements and speed range in a foal. Only one name came to our minds Þrumufleygur it was. Means flying thunder!