Þyrnirós + Þóroddur = Þrumufleygur
Þyrnirós frá Álfhólum - Móðir
Ætt:
F. Ögri frá Hvolsvelli (8,02) Ff. Orri frá Þúfu (8,34) Fm. Von frá Hofsstöðum (7,80) M. Vaka frá Álfhólum(ótamin og ósýnd, 4 fyrstu verðlauna afkvæmi, mikill hornfirðingur )Mf. Hljómur frá Álfhólum Mff. Hrafn frá Kröggólfsstöðum (7,80) Mm. Svarta-Skjóna frá Álfhólum |
Brún, fædd 1996.
Þyrnirós er í eigu frænkanna Söru Ástþórsdóttur og Rósu Valdimarsdóttur. Þyrnirós stóð sig vel á keppnisvellinum í tölti. Sara Ástþórsdóttir og Þyrnirós unnum opinn flokk í tölti á Metamóti Andvara 2002 á þeirra fyrsta móti þegar hún var aðeins 6 vetragömul og vorið eftir var Reykjavíkurmeistaratitlill í höfn, þá var hún að fá tæpa 8 í einkunn í úrslitum. Þyrnirós bar með sér mikinn þokka og stefndi alveg í það að raða sér upp með betri tölthrossum landsins á þessum tíma, en brussugangur í samskiptum við önnur hross gerði það hins vegar að verkum að hún fór að safna beinkúlum á leggina á sér sem hömluðu hreyfigetu og ekkert varð frekar úr neinum stórsigrum og hún er núna í folaldseign. Þyrnirós var fljót til og var meðal annars á Landsmóti 2000 í flokki 4 vetra hryssna. Meiri upplýsingar um Þyrnirós og afkvæmi hennar á Alfholar.is |
Héraðssýning Gaddastaðaflötum
Sýnandi: Sara Ástþórsdóttir
Mál (cm):140 139 65 143 27,0 17,5
Hófa mál:V.fr. 8,5 V.a. 8,8
Aðaleinkunn: 8,04
Sköpulag: 8,00 Kostir: 8,06
Mál (cm):140 139 65 143 27,0 17,5
Hófa mál:V.fr. 8,5 V.a. 8,8
Aðaleinkunn: 8,04
Sköpulag: 8,00 Kostir: 8,06
Höfuð: 8,5
2) Skarpt/þurrt Háls/herðar/bógar: 8,0 Bak og lend: 8,0 Samræmi: 8,0 3) Langvaxið 4) Fótahátt Fótagerð: 8,0 1) Rétt fótstaða Réttleiki: 7,5 Framfætur: A) Útskeifir Hófar: 8,0 3) Efnisþykkir Prúðleiki: 8,0 |
Tölt: 8,5
3) Há fótlyfta Brokk: 8,0 5) Há fótlyfta Skeið: 6,5 B) Óöruggt Stökk: 8,0 5) Takthreint Vilji og geðslag: 8,5 2) Ásækni Fegurð í reið: 8,5 3) Góður höfuðb. 4) Mikill fótaburður Fet: 7,0 B) Skrefstutt Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 8,0 |
Þóroddur frá Þóroddsstöðum - Father
Ætt:
F. Oddur frá Selfossi (8,48) Ff. Kjarval frá Sauðárkróki (8,32) Fm. Leira frá Þingdal (8,02, Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi). M. Hlökk frá Laugarvatni (8,10) Mf. Hrafn frá Holtsmúla (856) Mff. Sif frá Laugarvatni (8,01, Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi). Mm. Svarta-Skjóna frá Álfhólum |
,,Stóðhesturinn Þóroddur frá Þóroddsstöðum var óumdeild stjarna landsmótsins 2004 á Gaddstaðaflötum. Í þessum hesti sameinast góður vilji og geðprýði, fríðleiki og fegurð ásamt rými og hreinleika á öllum gangtegundum. Hann er heilsteyptur og fagur gæðingur og áhorfendur heilluðust af framgöngu hans, sem var kjarkleg og æðrulaus." Jens Einarsson www.seisei.is
Þóroddur hlaut meðaleinkunnina 9.04 í A-flokki á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum 2006. Hann var í 1. sæti stóðhesta 5 vetra á Landsmóti hestamanna á Hellu 2004 með aðaleinkunnina 8,74 |
Landsmót Hellu - 2004
Sýnandi: Daníel Jónsson
Mál (cm):142 133 140 65 145 38 48 44
6,4 30,0 20,5
Hófa mál:V.fr. 8,9 V.a. 7,7
Aðaleinkunn: 8,74
Sköpulag: 8,28 Kostir: 9,04
6,4 30,0 20,5
Höfuð: 8,0
Háls/herðar/bógar: 8,0 1) Reistur Bak og lend: 8,0 D) Framhallandi bak Samræmi: 9,0 2) Léttbyggt 4) Fótahátt 5) Sívalvaxið Fótagerð: 8,5 1) Rétt fótstaða 4) Öflugar sinar 5) Prúðir fætur Réttleiki: 7,0 Framfætur: A) Útskeifir D) Fléttar Hófar: 8,5 3) Efnisþykkir 7) Hvelfdur botn Prúðleiki: 8,5 |
Tölt: 9,0
1) Rúmt 2) Taktgott 5) Skrefmikið 6) Mjúkt Brokk: 9,0 1) Rúmt 3) Öruggt Skeið: 9,0 1) Ferðmikið 2) Takthreint 3) Öruggt 4) Mikil fótahreyfing Stökk: 8,5 2) Teygjugott 5) Takthreint Vilji og geðslag: 9,5 2) Ásækni 4) Þjálni Fegurð í reið: 9,0 1) Mikið fas 4) Mikill fótaburður Fet: 8,0 A) Ójafnt Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 8,0 |
Skaparans meistara mynd – viðtal við Bjarna Þorkelsson
Jens Einarsson. Tímaritið Hestar 8. tbl. 2004.
Stóðhesturinn Þóroddur frá Þóroddsstöðum var óumdeild stjarna landsmótsins 2004 á Gaddstaðaflötum. Í þessum hesti sameinast góður vilji og geðprýði, fríðleiki og fegurð ásamt rými og hreinleika á öllum gangtegundum. Hann er heilsteyptur og fagur gæðingur og áhorfendur heilluðust af framgöngu hans, sem var kjarkleg og æðrulaus.
Ræktandi hans, Bjarni Þorkelsson, fór stoltur heim af mótinu og má vel una við sitt dagsverk, það sem komið er. Ekki má heldur gleyma hlut knapans, sem hélt um taumana og sá um að allt spilaði saman. Daníel Jónsson undirstrikaði rækilega með reiðmennsku sinni á þessum hesti að hann er einn allra snjallasti knapi landsins um þessar mundir, og tamningamaður góður einnig, því hann á allan heiður af tamningu hestins.
Langþráður meðbyr
Hrossapólitíkin er fjörug tík og óútreiknanleg og hrossin frá Laugarvatni og Þóroddsstöðum hafa ekki farið varhluta af duttlungum hennar. Þótt þau hafi staðið í fremstu röð í áratugi hafa þau oftar en ekki mætt andstreymi og sennilega aldrei meira en eftir að stóðhestarnir frá Bjarna á Þóroddsstöðum skipuðu sér í efstu sæti, þeir Hamur, Þyrnir og Númi. Engum blöðum er um að fletta að þetta eru framúrskarandi gripir að sköpulagi og hæfileikum, virkilegir reiðhestar.
Notkun á þeim hefur þó fram að þessu ekki verið í samræmi við það og þeim margt verið fundið til foráttu. Það hlýtur því að vera í meira lagi ánægjulegt fyrir Bjarna og alla „Ollverja“ að Þóroddur skuli fá svo eindrægan meðbyr. Við byrjum á að spyrja Bjarna hvort Þóroddur sé svona frábrugðinn bræðrum sínum og frændsystkinum, eða hvort viðhorf til Laugarvatns- og Þóroddsstaðahrossanna sé að breytast.
Stóðhesturinn Þóroddur frá Þóroddsstöðum var óumdeild stjarna landsmótsins 2004 á Gaddstaðaflötum. Í þessum hesti sameinast góður vilji og geðprýði, fríðleiki og fegurð ásamt rými og hreinleika á öllum gangtegundum. Hann er heilsteyptur og fagur gæðingur og áhorfendur heilluðust af framgöngu hans, sem var kjarkleg og æðrulaus.
Ræktandi hans, Bjarni Þorkelsson, fór stoltur heim af mótinu og má vel una við sitt dagsverk, það sem komið er. Ekki má heldur gleyma hlut knapans, sem hélt um taumana og sá um að allt spilaði saman. Daníel Jónsson undirstrikaði rækilega með reiðmennsku sinni á þessum hesti að hann er einn allra snjallasti knapi landsins um þessar mundir, og tamningamaður góður einnig, því hann á allan heiður af tamningu hestins.
Langþráður meðbyr
Hrossapólitíkin er fjörug tík og óútreiknanleg og hrossin frá Laugarvatni og Þóroddsstöðum hafa ekki farið varhluta af duttlungum hennar. Þótt þau hafi staðið í fremstu röð í áratugi hafa þau oftar en ekki mætt andstreymi og sennilega aldrei meira en eftir að stóðhestarnir frá Bjarna á Þóroddsstöðum skipuðu sér í efstu sæti, þeir Hamur, Þyrnir og Númi. Engum blöðum er um að fletta að þetta eru framúrskarandi gripir að sköpulagi og hæfileikum, virkilegir reiðhestar.
Notkun á þeim hefur þó fram að þessu ekki verið í samræmi við það og þeim margt verið fundið til foráttu. Það hlýtur því að vera í meira lagi ánægjulegt fyrir Bjarna og alla „Ollverja“ að Þóroddur skuli fá svo eindrægan meðbyr. Við byrjum á að spyrja Bjarna hvort Þóroddur sé svona frábrugðinn bræðrum sínum og frændsystkinum, eða hvort viðhorf til Laugarvatns- og Þóroddsstaðahrossanna sé að breytast.
150 hryssur á Þóroddsstöðum
„Hvort það er velgengni Þórodds einni að þakka veit ég ekki en viðhorfið til stóðhestanna frá Þóroddsstöðum er alla vega að breytast. Gleggsta dæmið um það er að í sumar hafa klárarnir hérna þjónað um 150 hryssum, sem er dálaglegur fjöldi.
Þóroddur er bestur af stóðhestunum héðan, á því leikur enginn vafi, hann er hótinu betri en hinir,“ segir Bjarni. „Hann er kannski ekki svo frábrugðinn bræðrum sínum og frændum, en sýnu bestur. Og það er rétt að taka það fram að þetta er kannski einmitt sá hestur sem faðir minn kappkostaði að ná fram í sínu starfi sem hrossaræktarráðunautur.
Annað sem má geta er að Þóroddur er ræktaður hestur, ættir hans má rekja lið fram af lið til þeirra hrossa sem lögðu grunnin að hrossarækt í landinu, m.a. til hrossa í Hornafirði, en Hornfirðingar voru einna fyrstir til að hefja skipulagða hrossarækt á félagslegum grunni. Þar eru líka stólpar frá Sveini Guðmundssyni á Sauðárkróki og gamalgrónar sunnlenskar ættir.“
„Hvort það er velgengni Þórodds einni að þakka veit ég ekki en viðhorfið til stóðhestanna frá Þóroddsstöðum er alla vega að breytast. Gleggsta dæmið um það er að í sumar hafa klárarnir hérna þjónað um 150 hryssum, sem er dálaglegur fjöldi.
Þóroddur er bestur af stóðhestunum héðan, á því leikur enginn vafi, hann er hótinu betri en hinir,“ segir Bjarni. „Hann er kannski ekki svo frábrugðinn bræðrum sínum og frændum, en sýnu bestur. Og það er rétt að taka það fram að þetta er kannski einmitt sá hestur sem faðir minn kappkostaði að ná fram í sínu starfi sem hrossaræktarráðunautur.
Annað sem má geta er að Þóroddur er ræktaður hestur, ættir hans má rekja lið fram af lið til þeirra hrossa sem lögðu grunnin að hrossarækt í landinu, m.a. til hrossa í Hornafirði, en Hornfirðingar voru einna fyrstir til að hefja skipulagða hrossarækt á félagslegum grunni. Þar eru líka stólpar frá Sveini Guðmundssyni á Sauðárkróki og gamalgrónar sunnlenskar ættir.“
Auðveldur hestur
-Þóroddur var sýndur 4 vetra og fékk góðan dóm. Var hann auðveldur í tamingu?
„Já, hann var það, algjörlega vandamálalaus og sjálfgerður. Ég og faðir minn fórum saman upp í Neðra-Sel til Daníels þegar folinn hafði verið þar í tvo mánuði og áttum von á að sjá frumtamið trippi eins og gengur. Það var hins vegar alveg undur að sjá folann, hversu góður hann var orðinn, í svo fallegum höfuðburði og gekk greiðlega á tölti og brokki.“
-Hafði Daníel einhver orð um folann þá?
„Já, eitthvað talaði hann um að hann væri efnilegur og ég hef lúmskan grun um að hann hafi verið búinn að gera sér grein fyrir að þarna var um sérstakan dýrgrip að ræða. Honum þótti Númi og Þyrnir góðir en hann var búinn að setja Þórodd á efsta stall, það var greinilegt. Hann hefur vandað sig sérstaklega með þennan fola og tamningin hefur tekist einstaklega vel eins og allir sjá.“
Giftudrjúgt samstarf
Daníel Jónsson og Bjarni hafa verið í samstarfi um nokkurra ára skeið. Þegar Daníel kynntist hrossunum á Þóroddsstöðum af eigin raun gerði hann sér grein fyrir að þarna voru á ferðinni gæðingar að hans skapi, rúm og viljug ahliða hross. Hann hefur rekið áróður fyrir þeim og er það ekki lítils virði fyrir hrossaræktarbú að svo flinkur knapi skuli taka ástfóstri við hrossin. Þetta samstarf hefur verið farsælt og við spyrum Bjarna hvort það hafi ekki verið þeim báðum til framdráttar.
„Ég get náttúrulega aðeins svarað fyrir mig og get ekki annað sagt en það hafi verið mjög heppilegt fyrir mig að svona skipaðist. Ég vona að Daníel hafi svipaða sögu að segja.“
Einkahlutafélag um Þórodd
Nú hefur verið stofnað einkahlutafélag um Þórodd, eins og vænta mátti eftir gengi hans á landsmótinu. Skipting hluta er hefðbundin, 60 eignarhlutir + 10 rekstrarhlutir, og hver hlutur metinn á 1 milljón króna. Þóroddur er því metinn á 70 milljónir. Allmargir hlutir eru þegar seldir og fleiri í deiglunni. Bjarni segist mjög ánægður með að tekist hafi að stofna félag um hestinn og þar með tryggja veru hans hér á landi.
„Ég geri mér grein fyrir því að þetta er hátt verð fyrir hvern hlut. Það stóð hins vegar aldrei til að setja hestinn á útsölu. Þeir sem keypt hafa hluti gera það m.a. til að tryggja að hesturinn verði áfram í landinu og eins telja þeir að þetta sé góð fjárfesting og ég er harla ánægður með það.“
-Þóroddur var sýndur 4 vetra og fékk góðan dóm. Var hann auðveldur í tamingu?
„Já, hann var það, algjörlega vandamálalaus og sjálfgerður. Ég og faðir minn fórum saman upp í Neðra-Sel til Daníels þegar folinn hafði verið þar í tvo mánuði og áttum von á að sjá frumtamið trippi eins og gengur. Það var hins vegar alveg undur að sjá folann, hversu góður hann var orðinn, í svo fallegum höfuðburði og gekk greiðlega á tölti og brokki.“
-Hafði Daníel einhver orð um folann þá?
„Já, eitthvað talaði hann um að hann væri efnilegur og ég hef lúmskan grun um að hann hafi verið búinn að gera sér grein fyrir að þarna var um sérstakan dýrgrip að ræða. Honum þótti Númi og Þyrnir góðir en hann var búinn að setja Þórodd á efsta stall, það var greinilegt. Hann hefur vandað sig sérstaklega með þennan fola og tamningin hefur tekist einstaklega vel eins og allir sjá.“
Giftudrjúgt samstarf
Daníel Jónsson og Bjarni hafa verið í samstarfi um nokkurra ára skeið. Þegar Daníel kynntist hrossunum á Þóroddsstöðum af eigin raun gerði hann sér grein fyrir að þarna voru á ferðinni gæðingar að hans skapi, rúm og viljug ahliða hross. Hann hefur rekið áróður fyrir þeim og er það ekki lítils virði fyrir hrossaræktarbú að svo flinkur knapi skuli taka ástfóstri við hrossin. Þetta samstarf hefur verið farsælt og við spyrum Bjarna hvort það hafi ekki verið þeim báðum til framdráttar.
„Ég get náttúrulega aðeins svarað fyrir mig og get ekki annað sagt en það hafi verið mjög heppilegt fyrir mig að svona skipaðist. Ég vona að Daníel hafi svipaða sögu að segja.“
Einkahlutafélag um Þórodd
Nú hefur verið stofnað einkahlutafélag um Þórodd, eins og vænta mátti eftir gengi hans á landsmótinu. Skipting hluta er hefðbundin, 60 eignarhlutir + 10 rekstrarhlutir, og hver hlutur metinn á 1 milljón króna. Þóroddur er því metinn á 70 milljónir. Allmargir hlutir eru þegar seldir og fleiri í deiglunni. Bjarni segist mjög ánægður með að tekist hafi að stofna félag um hestinn og þar með tryggja veru hans hér á landi.
„Ég geri mér grein fyrir því að þetta er hátt verð fyrir hvern hlut. Það stóð hins vegar aldrei til að setja hestinn á útsölu. Þeir sem keypt hafa hluti gera það m.a. til að tryggja að hesturinn verði áfram í landinu og eins telja þeir að þetta sé góð fjárfesting og ég er harla ánægður með það.“
Fríðir og fínlegir hestar
-Allir sem fylgjast að ráði með hrossarækt vita að hrossin frá þér, og kannski hin svokölluðu Laugarvatnshross yfir höfuð, hafa fengið sinn skerf af ósanngjörnu umtali, jafnvel þótt þau hafi staðið í efstu sætum. Kannt þú einhverja skýringu á hvers vegna?
„Sennilega er nú engin ein skýring á því. Ég vil nú líka taka það fram að hestarnir frá okkur hafa fengið meðbyr líka, hafa alltaf átt sína tryggu aðdáendur. Númi fékk t.d. mjög góðar viðtökur til að byrja með, en svo breyttist það eftir landsmótið ´98 þar sem hann stóð efstur í 5 vetra flokki. Hugsanlega hefur neikvæð umræða um Svart föður hans haft þar sitthvað að segja. Þyrnir hefur líka fengið góða notkun, þótt hann sé ekki fullnýttur, sem hann ætti að vera.
Hrossaræktin er nú einu sinni þannig að hestar eru ýmist rakkaðir niður eða hafnir upp til skýjanna, því miður oft á annarlegum forsendum. Þetta tefur fyrir hrossaræktinni, því úrvalið er skakkt. Hestarnir héðan eru oft gagnrýndir fyrir að vera of stórir og klunnalegir, sem er alls ekki rétt. Númi og Galdur eru t.d. mjög fríðir og fínlegir hestar, meðal stórir, reglulega fimir og mjúkir reiðhestar, svo ekki sé nú talað um Þórodd.“ - Og það getur undirritaður tekið undir, hafandi verið þess heiðurs aðnjótandi að koma á bak Þyrni frá Þóroddsstöðum, sem er gæðingur eins og þeir gerast bestir; harðviljugur, taumléttur, gangrúmur og fimur. Og þar er nóg fyrir framan mann.
-Allir sem fylgjast að ráði með hrossarækt vita að hrossin frá þér, og kannski hin svokölluðu Laugarvatnshross yfir höfuð, hafa fengið sinn skerf af ósanngjörnu umtali, jafnvel þótt þau hafi staðið í efstu sætum. Kannt þú einhverja skýringu á hvers vegna?
„Sennilega er nú engin ein skýring á því. Ég vil nú líka taka það fram að hestarnir frá okkur hafa fengið meðbyr líka, hafa alltaf átt sína tryggu aðdáendur. Númi fékk t.d. mjög góðar viðtökur til að byrja með, en svo breyttist það eftir landsmótið ´98 þar sem hann stóð efstur í 5 vetra flokki. Hugsanlega hefur neikvæð umræða um Svart föður hans haft þar sitthvað að segja. Þyrnir hefur líka fengið góða notkun, þótt hann sé ekki fullnýttur, sem hann ætti að vera.
Hrossaræktin er nú einu sinni þannig að hestar eru ýmist rakkaðir niður eða hafnir upp til skýjanna, því miður oft á annarlegum forsendum. Þetta tefur fyrir hrossaræktinni, því úrvalið er skakkt. Hestarnir héðan eru oft gagnrýndir fyrir að vera of stórir og klunnalegir, sem er alls ekki rétt. Númi og Galdur eru t.d. mjög fríðir og fínlegir hestar, meðal stórir, reglulega fimir og mjúkir reiðhestar, svo ekki sé nú talað um Þórodd.“ - Og það getur undirritaður tekið undir, hafandi verið þess heiðurs aðnjótandi að koma á bak Þyrni frá Þóroddsstöðum, sem er gæðingur eins og þeir gerast bestir; harðviljugur, taumléttur, gangrúmur og fimur. Og þar er nóg fyrir framan mann.
Leifar gamalla væringa
En gæti ekki áratuga vera Þorkels Bjarnasonar, föður hans, í starfi hrossaræktarráðunauts, sem oftar skapar meiri óvinsældir en vinsældir fyrir viðkomandi, átt sinn þátt í neikvæðri umræðu í garð Laugarvatnshrossa?
„Jú, það kann að vera, faðir minn telur alla vega að svo sé. Það er nú einu sinni svo að oftar en ekki ganga menn ósáttir frá dómum, væntingarnar eru meiri en efni standa til. Í þessu sambandi vil ég þó rifja upp að hann hampaði aldrei eigin hrossum né okkar bræðra, þvert á móti hélt hann þeim niðri. Ég man vel eftir því þegar ég var strákur á fjórðungsmóti 1967. Ég átti að vera sofnaður en dómnefndin var enn að störfum í herberginu.
Allir dómnefndarmenn, nema pabbi, vildu að Fjöður (frá Laugarvatni) yrði efst í sínum flokki, hún væri einfaldlega langbest. Pabbi þvertók fyrir það, sagði að ekki kæmi til greina að hún yrði ofar en í sjötta sæti og þar við sat. Þannig var hans afstaða oftast nær í garð eigin hrossa og því ekki hægt að áfellast hann fyrir að hafa dregið þeirra taum.
Hlökk ekki með heiðursverðlaun
Engin vafi leikur á að Hlökk frá Laugarvatni er ein mesta ræktunarhryssa landsins. Átta afkvæmi hennar hafa verið dæmd og meðaltal fimm þeirra efstu er 8,41. Er hún, að sögn Bjarna, hæst yfir landið séu bestu hryssur bornar saman með þeim formerkjum. Hann skrifaði fyrr á þessu ári grein í Bændablaðið þar sem hann setti fram samanburðartöflu þar sem meðaltal fimm efstu afkvæma efstu hryssna í kynbótamati var tekið og þeim raðað upp samkvæmt því. Hann viðurkennir að þessar forsendur séu hans eigin og ekki viðurkenndar sem slíkar. Hann vildi þó vekja athygli á að þrátt yfir að Hlökk væri í þriðja sæti á listanum (áður en Þóroddur fékk sinn háa dóm), settum upp með þessum hætti, var hún ekki með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
„Mér finnst það sérstakt að hryssa sem er búin að gefa svona hátt dæmd afkvæmi skuli ekki fá heiðursverðlaun. Ég bjó mig undir það fyrir landsmótið að sýna hana til heiðursverðlauna, taldi að hún hlyti að fá þau ef Þóroddur fengi góða útkomu. Hún mátti hins vegar sitja heima og ég verð að segja að mér svíður það nokkuð. Ég veit ekki um nokkra hryssu sem stenst henni snúning hvað afkvæmi varðar; Hamur með 8,50, Þyrnir 8,60 og Þóroddur með 8,74. Geri aðrar betur.“
En gæti ekki áratuga vera Þorkels Bjarnasonar, föður hans, í starfi hrossaræktarráðunauts, sem oftar skapar meiri óvinsældir en vinsældir fyrir viðkomandi, átt sinn þátt í neikvæðri umræðu í garð Laugarvatnshrossa?
„Jú, það kann að vera, faðir minn telur alla vega að svo sé. Það er nú einu sinni svo að oftar en ekki ganga menn ósáttir frá dómum, væntingarnar eru meiri en efni standa til. Í þessu sambandi vil ég þó rifja upp að hann hampaði aldrei eigin hrossum né okkar bræðra, þvert á móti hélt hann þeim niðri. Ég man vel eftir því þegar ég var strákur á fjórðungsmóti 1967. Ég átti að vera sofnaður en dómnefndin var enn að störfum í herberginu.
Allir dómnefndarmenn, nema pabbi, vildu að Fjöður (frá Laugarvatni) yrði efst í sínum flokki, hún væri einfaldlega langbest. Pabbi þvertók fyrir það, sagði að ekki kæmi til greina að hún yrði ofar en í sjötta sæti og þar við sat. Þannig var hans afstaða oftast nær í garð eigin hrossa og því ekki hægt að áfellast hann fyrir að hafa dregið þeirra taum.
Hlökk ekki með heiðursverðlaun
Engin vafi leikur á að Hlökk frá Laugarvatni er ein mesta ræktunarhryssa landsins. Átta afkvæmi hennar hafa verið dæmd og meðaltal fimm þeirra efstu er 8,41. Er hún, að sögn Bjarna, hæst yfir landið séu bestu hryssur bornar saman með þeim formerkjum. Hann skrifaði fyrr á þessu ári grein í Bændablaðið þar sem hann setti fram samanburðartöflu þar sem meðaltal fimm efstu afkvæma efstu hryssna í kynbótamati var tekið og þeim raðað upp samkvæmt því. Hann viðurkennir að þessar forsendur séu hans eigin og ekki viðurkenndar sem slíkar. Hann vildi þó vekja athygli á að þrátt yfir að Hlökk væri í þriðja sæti á listanum (áður en Þóroddur fékk sinn háa dóm), settum upp með þessum hætti, var hún ekki með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
„Mér finnst það sérstakt að hryssa sem er búin að gefa svona hátt dæmd afkvæmi skuli ekki fá heiðursverðlaun. Ég bjó mig undir það fyrir landsmótið að sýna hana til heiðursverðlauna, taldi að hún hlyti að fá þau ef Þóroddur fengi góða útkomu. Hún mátti hins vegar sitja heima og ég verð að segja að mér svíður það nokkuð. Ég veit ekki um nokkra hryssu sem stenst henni snúning hvað afkvæmi varðar; Hamur með 8,50, Þyrnir 8,60 og Þóroddur með 8,74. Geri aðrar betur.“
Hrafn betri en Orri
-Er Hlökk eina hryssan sem þið Laugarvatnsmenn eigið undan Hrafni frá Holtsmúla?
„Nei, það eru fleiri dætur hans í eigu okkar bræðra sem eru farnar að gera það gott sem undaneldishryssur. Faðir okkar lagði að okkur að láta Hrafn ekki líða hjá garði og við leiddum töluvert undir hann, vorum t.a.m. með hann hér á Þóroddsstöðum eitt vor. Ég seldi eina hryssu undan honum, dóttir Glímu. Hún fór til Magnúsar á Blesastöðum og er mjög góð hryssa. Maður þarf að gera fleira en gott þykir í þessum bransa.
Ég held að það hefði reynst erfitt fyrir hrossaræktanda að ná topp árangri án þess að nota Hrafn. Ég tel að menn geti frekar náð árangri þótt þeir sleppi því að nota Orra. Ég líki þeim ekki saman og get ekki fallist á að Orri sé mesti stóðhestur allra tíma. Mér sýnist menn líka vera að átta sig á að afkvæmi hans voru markvisst yfirdæmd árum saman. Ég treysti því fólki sem nú er við stjórnvölinn og mér virðist sem þeir séu búnir að sjá þetta. Það er hins vegar margt gott undan Orra og ég viðurkenni það alveg. Ég ætla alls ekki að sniðganga hann ef ég sé eitthvað undan honum eða út af honum sem ég felli mig við. Ég á t.d. gullfallegan veturgamlan fola undan Gára frá Auðsholtshjáleigu og Hlökk.“
Notar eigin stóðhesta
-Notar þú stóðhestana þína í eigin ræktun?
„Já, ég geri dálítið af því en gæti mín þó á skyldleikanum. Ég hef notað þá Galdur, Núma, og Þórodd mest vegna þess að þeir eru bara að hálfu héðan, hinir eru meira skyldir.“
Reiðhestar/keppnishestar
Hrossin frá Þóroddsstöðum eru mikil reiðhross, rúm á gangi og viljug og knapinn hefur oftast mikið fyrir framan sig. Þau henta þó ekki endilega sem keppnishross, einkum í íþróttakeppni þar sem völlurinn takmarkar svigrúm skrefastórra hrossa. Ekki má þó gleyma hrossum frá Laugarvatni sem hafa gert garðinn frægan í íþróttakeppni, t.d. Kalsa frá Laugarvatni, sem var margfaldur Íslandsmeistari í fimmgangi og öðrum hestaíþróttum. Þá er vert að minnast á fyrrverandi heimsmeistara í 250 m skeiði, Mjölni frá Dalbæ, son Galdurs frá Laugarvatni.
Bjarni viðurkennir að Þóroddsstaðahrossin séu almennt ekki þeirrar gerðar sem hentar í íþróttakeppni en hann segist ekki vilja fórna rýminu og mýktinni fyrir einhæfa hnélyftu, sem að hans mati virðist forsenda fyrir velgengni í íþróttakeppni.
„Ég vil að sjálfsögðu rækta hross með fallegan fótaburð. En ég vil að fótlyfta komi af mýkt en ekki klárgengni og stirðleika. Mér finnst með ólíkindum hve sum hross ná langt, að því er virðist eingöngu út á hnélyftu framfóta. Ég horfi gjarnan fyrst á taglhreyfinguna þegar ég met gæði töltsins. Mýktin verður að vera til staðar.“
Já, Bjarni hefur ákveðnar skoðanir á hrossarækt og óhætt er að taka mark á þeim. Árangurinn talar sínu máli. Hann er stefnufastur og hleypur ekki eftir tískusveiflum. Íslenskur gæðingur er í hans huga fastmótuð mynd sem ekki verður haggað. Hann telur Þórodd falla býsna vel að þeirri mynd, þótt alltaf megi gera enn betur. Og nú er bara að bíða og sjá hvernig stóðhestarnir frá Þóroddstöðum koma til með að reynast. Þegar eru komin fram góð afkvæmi undan Hami og Núma og miklar líkur á að þar séu kynbótahestar á ferðinni. Á allra næstu árum kemur svo í ljós hvernig hross Þyrnir og Þóroddur koma til með að gefa og er það tilhlökkunarefni.
www.seisei.is
-Er Hlökk eina hryssan sem þið Laugarvatnsmenn eigið undan Hrafni frá Holtsmúla?
„Nei, það eru fleiri dætur hans í eigu okkar bræðra sem eru farnar að gera það gott sem undaneldishryssur. Faðir okkar lagði að okkur að láta Hrafn ekki líða hjá garði og við leiddum töluvert undir hann, vorum t.a.m. með hann hér á Þóroddsstöðum eitt vor. Ég seldi eina hryssu undan honum, dóttir Glímu. Hún fór til Magnúsar á Blesastöðum og er mjög góð hryssa. Maður þarf að gera fleira en gott þykir í þessum bransa.
Ég held að það hefði reynst erfitt fyrir hrossaræktanda að ná topp árangri án þess að nota Hrafn. Ég tel að menn geti frekar náð árangri þótt þeir sleppi því að nota Orra. Ég líki þeim ekki saman og get ekki fallist á að Orri sé mesti stóðhestur allra tíma. Mér sýnist menn líka vera að átta sig á að afkvæmi hans voru markvisst yfirdæmd árum saman. Ég treysti því fólki sem nú er við stjórnvölinn og mér virðist sem þeir séu búnir að sjá þetta. Það er hins vegar margt gott undan Orra og ég viðurkenni það alveg. Ég ætla alls ekki að sniðganga hann ef ég sé eitthvað undan honum eða út af honum sem ég felli mig við. Ég á t.d. gullfallegan veturgamlan fola undan Gára frá Auðsholtshjáleigu og Hlökk.“
Notar eigin stóðhesta
-Notar þú stóðhestana þína í eigin ræktun?
„Já, ég geri dálítið af því en gæti mín þó á skyldleikanum. Ég hef notað þá Galdur, Núma, og Þórodd mest vegna þess að þeir eru bara að hálfu héðan, hinir eru meira skyldir.“
Reiðhestar/keppnishestar
Hrossin frá Þóroddsstöðum eru mikil reiðhross, rúm á gangi og viljug og knapinn hefur oftast mikið fyrir framan sig. Þau henta þó ekki endilega sem keppnishross, einkum í íþróttakeppni þar sem völlurinn takmarkar svigrúm skrefastórra hrossa. Ekki má þó gleyma hrossum frá Laugarvatni sem hafa gert garðinn frægan í íþróttakeppni, t.d. Kalsa frá Laugarvatni, sem var margfaldur Íslandsmeistari í fimmgangi og öðrum hestaíþróttum. Þá er vert að minnast á fyrrverandi heimsmeistara í 250 m skeiði, Mjölni frá Dalbæ, son Galdurs frá Laugarvatni.
Bjarni viðurkennir að Þóroddsstaðahrossin séu almennt ekki þeirrar gerðar sem hentar í íþróttakeppni en hann segist ekki vilja fórna rýminu og mýktinni fyrir einhæfa hnélyftu, sem að hans mati virðist forsenda fyrir velgengni í íþróttakeppni.
„Ég vil að sjálfsögðu rækta hross með fallegan fótaburð. En ég vil að fótlyfta komi af mýkt en ekki klárgengni og stirðleika. Mér finnst með ólíkindum hve sum hross ná langt, að því er virðist eingöngu út á hnélyftu framfóta. Ég horfi gjarnan fyrst á taglhreyfinguna þegar ég met gæði töltsins. Mýktin verður að vera til staðar.“
Já, Bjarni hefur ákveðnar skoðanir á hrossarækt og óhætt er að taka mark á þeim. Árangurinn talar sínu máli. Hann er stefnufastur og hleypur ekki eftir tískusveiflum. Íslenskur gæðingur er í hans huga fastmótuð mynd sem ekki verður haggað. Hann telur Þórodd falla býsna vel að þeirri mynd, þótt alltaf megi gera enn betur. Og nú er bara að bíða og sjá hvernig stóðhestarnir frá Þóroddstöðum koma til með að reynast. Þegar eru komin fram góð afkvæmi undan Hami og Núma og miklar líkur á að þar séu kynbótahestar á ferðinni. Á allra næstu árum kemur svo í ljós hvernig hross Þyrnir og Þóroddur koma til með að gefa og er það tilhlökkunarefni.
www.seisei.is