Tilurð Þrumufleygs
Hér er Þrumufleygur spertur 2 vetra í tittagirðingunni á Álfhólum.
Rósa Valdimarsdóttir, dóttir Valdimars heitins í Álfhólum er ræktunarmaður Þrumufleygs og upphaflegur eigandi Þyrnirósar móðir Þrumufleygs. Þær frænkur fóru í hestakaup þegar Þyrnirós var á 4 vetri og eignaðist Sara Ástþórsdóttir hestabóndi í Álfhólum 2/3 í henni. Rósa hélt eftir 1/3 í merinni og var þeirra samkomulag að hún fengi 3ja hvert folald undan henni.
Sumarið 2005 var svo komið að Rósu að halda hryssunni. Þyrnirós er undan gömlu uppáhalds hryssunni hennar, Vöku, sem hafði gefið henni fjölda góðra hrossa líkt og Tígur, Eldvaka, Sölva, Sölku og fleiri. Rósa vildi vanda heldur betur valið og ákvað að halda undir dýrasta stóðhest landsins í von um að fá stórkostlegt afkvæmi. Þóroddur varð fyrir valinu og fékk buddunni að svíða þó nokkuð. Þá var Þóroddur á Sæðingastöðunni á Gunnarsholti. Sara var svo elskuleg að hringsóla með hryssuna fram og aftur í 3 eða 4 skipti þangað til að staðfest fyl var í hryssunni.
Sumarið eftir kastaði Þyrnirós brúnstjörnóttum hesti. Reistum og sperrtum. Í fyrstu urðu vonbrigði yfir kyninu á kauða en það gleymdist fljótt þegar kappinn fór að fara ferða sinna á eftirtektarverðum gangi. Mánaðar gamall hljóp hann eins og leiftur um loftin blá í mýrinni, brunandi á skeiði og yfirferðargangi. Þvílík tilþrif höfðu nú ekki sést og fékk hann fljótlega gælunafnið Þrumufleygur. Þá var ekki aftur snúið, Þrumufleygur var það og hann varð bara að standa undir þessu stóra nafni sem við flissuðum nú töluvert yfir :).
Þrumufleygur var síðan haldið gröðum og var hann við gott atlæti í stóðhestagirðingunni í Álfhólum þar sem hestarnir eru dekraði hjá Siggu frænku (Sigríði bónda móður Söru) af fjósmoði. Annað kom ekki til tals en að halda kúlunum í honum þar sem önnur eins BLUB sprengja hafði ekki fæðst í Álfhólum ;) ... kallaður Blub-arinn af Söru frænku... sem glotti svo mikið yfir því í tíma og ótíma.
Sumarið 2009 lenti hann í óvæntu slysi. Hann fór saman við nýgeltan hest sem var á skeifum. Þrumufleygur slasaðist á gagnauga og leit það ekki vel út. Skurðurinn var í gegnum augað og inn að beini. Lars dýralæknir var kallaður út og gerði að sárinu. Lars var frekar ómyrkur í máli og gaf okkur ekki mikla von. Hann hélt jafnvel að hann myndi tapa sjóninni og það gæti haft slæmar afleiðingar fyrir hestinn. En lækningarmátt hefur hann greinilega í höndunum og Þrumufleygur náði sér að fullu aðeins á rúmum 2 mánuðum. Augað í honum lítur betur út en nýtt og virðist þetta slys ekki há honum að neinu leiti. .
Sumarið 2005 var svo komið að Rósu að halda hryssunni. Þyrnirós er undan gömlu uppáhalds hryssunni hennar, Vöku, sem hafði gefið henni fjölda góðra hrossa líkt og Tígur, Eldvaka, Sölva, Sölku og fleiri. Rósa vildi vanda heldur betur valið og ákvað að halda undir dýrasta stóðhest landsins í von um að fá stórkostlegt afkvæmi. Þóroddur varð fyrir valinu og fékk buddunni að svíða þó nokkuð. Þá var Þóroddur á Sæðingastöðunni á Gunnarsholti. Sara var svo elskuleg að hringsóla með hryssuna fram og aftur í 3 eða 4 skipti þangað til að staðfest fyl var í hryssunni.
Sumarið eftir kastaði Þyrnirós brúnstjörnóttum hesti. Reistum og sperrtum. Í fyrstu urðu vonbrigði yfir kyninu á kauða en það gleymdist fljótt þegar kappinn fór að fara ferða sinna á eftirtektarverðum gangi. Mánaðar gamall hljóp hann eins og leiftur um loftin blá í mýrinni, brunandi á skeiði og yfirferðargangi. Þvílík tilþrif höfðu nú ekki sést og fékk hann fljótlega gælunafnið Þrumufleygur. Þá var ekki aftur snúið, Þrumufleygur var það og hann varð bara að standa undir þessu stóra nafni sem við flissuðum nú töluvert yfir :).
Þrumufleygur var síðan haldið gröðum og var hann við gott atlæti í stóðhestagirðingunni í Álfhólum þar sem hestarnir eru dekraði hjá Siggu frænku (Sigríði bónda móður Söru) af fjósmoði. Annað kom ekki til tals en að halda kúlunum í honum þar sem önnur eins BLUB sprengja hafði ekki fæðst í Álfhólum ;) ... kallaður Blub-arinn af Söru frænku... sem glotti svo mikið yfir því í tíma og ótíma.
Sumarið 2009 lenti hann í óvæntu slysi. Hann fór saman við nýgeltan hest sem var á skeifum. Þrumufleygur slasaðist á gagnauga og leit það ekki vel út. Skurðurinn var í gegnum augað og inn að beini. Lars dýralæknir var kallaður út og gerði að sárinu. Lars var frekar ómyrkur í máli og gaf okkur ekki mikla von. Hann hélt jafnvel að hann myndi tapa sjóninni og það gæti haft slæmar afleiðingar fyrir hestinn. En lækningarmátt hefur hann greinilega í höndunum og Þrumufleygur náði sér að fullu aðeins á rúmum 2 mánuðum. Augað í honum lítur betur út en nýtt og virðist þetta slys ekki há honum að neinu leiti. .
Tamning og Þjálfun Þrumufleygs
Hér er hann mánaðar taminn haustið 2009.
Um haustið var farið að huga að tamningu á Þrumufleyg. Hann var þá vel bandvanur og vanur að vera innan um fólk. John Kristinn tengdasonur Rósu og yfirtamningamaður á Ármóti hafði pláss í tamningu og var það vel þegið að losna við stóðhest úr húsinu á Álfhólum. Eftir tveggja vikna þjálfun þá fór John að tala um að þetta væri nú helvíti góður hestur. Við fjölskyldan tókum því fagnandi okkur hlakkaði bara til að sjá hann undir manni.
Mánaðartaminn var hann farinn að sýna óvenjuleg háar hreyfingar miðað við lítið tamið tryppi. Hann bar sig vel og var framsækin. Á heimasíðu Álfhóla www.alfholar.is tileinkar Sara blogg færslu honum og kallar hann Svarta svaninn.
Þrumufleygur fór um á miklum gangi á uppvaxtarárum og greip í brokk. Þegar hann var járnaður fór hann að brokka að fullum krafti og þurfi að gangsetja hann í kjölfarið.
Mánaðartaminn var hann farinn að sýna óvenjuleg háar hreyfingar miðað við lítið tamið tryppi. Hann bar sig vel og var framsækin. Á heimasíðu Álfhóla www.alfholar.is tileinkar Sara blogg færslu honum og kallar hann Svarta svaninn.
Þrumufleygur fór um á miklum gangi á uppvaxtarárum og greip í brokk. Þegar hann var járnaður fór hann að brokka að fullum krafti og þurfi að gangsetja hann í kjölfarið.
John og Þrumufleygur í febrúar, nýgangsettur.
Hér er mynd af Þrumaranum í Febrúar. Þá tiltölulega nýgangsettur.
John Kristinn hefur alla tíð vera ákaflega hrifinn á Þrumufleyg. Hann hefur oft sagt hann besta tryppi sem hann nokkurn tíman verið með. Hann lýsir honum sem skemmtilega viljugum, jákvæðum, afkasta miklum hesti. Þægilegum í umgegni og vingjarnlegum.
Hann segir að powerið, rýmið og fótaburðurinn sé alveg magnaður og líði oft á tíðum eins og fæturnir fari að rifna af kauða.
Þrumufleygur er fjörviljugur alhliðahestur með allar gangtegundir heilar og góðar.
John Kristinn hefur alla tíð vera ákaflega hrifinn á Þrumufleyg. Hann hefur oft sagt hann besta tryppi sem hann nokkurn tíman verið með. Hann lýsir honum sem skemmtilega viljugum, jákvæðum, afkasta miklum hesti. Þægilegum í umgegni og vingjarnlegum.
Hann segir að powerið, rýmið og fótaburðurinn sé alveg magnaður og líði oft á tíðum eins og fæturnir fari að rifna af kauða.
Þrumufleygur er fjörviljugur alhliðahestur með allar gangtegundir heilar og góðar.
Þrumufleygur í lok apríl á Ármóti