Þrumufleygur Frá Álfhólum - Icelandic Stallion Born 2006
 
Picture
Sara og lillan, Hrefna og Þyrnirós / Sara and the little one, Hrefna and Þyrnirós.
Í gær kom í heiminn ung hryssa undan henni Þyrnirós móðir Þrumufleygs. Við reglubundna eftirlitsferð upp út í haga hjá folaldsmerunum fundum við þessa fögru snót aðeins nokkra tíma gömul. Faðir folaldsins er Dimir frá Álfhólum stóðhesturinn hennar Söru Ástþórs frænku okkar í Álfhólum hún er einnig eigandi folaldsins. 

Unga hryssan var mikið gleði efni á Álfhólum og er hún hryssa númer 2 í sumar af 12 folöldum. 

Þyrnirós var alsæl með barnið sitt og geislaði hreinlega af henni fríðleikinn og skörungskapurinn, eins og meðfylgjandi myndir bera vott um. 

Sjá einnig skemmtilega frétt um hana á www.alfholar.is 

Þrumufleygur got a new baby sister!
Yesterday came to this world a young mare sired by Þyrnirós from Álfhólar, mother of Þrumufleygur. We found her in our regular supervision in the field where the breeding mares are. She was only few hours old. Father of the new born is Dimmir from Álfhólar owned by Sara our cousin and horse breeder in Álfhólar. She is also the owner of the foal.

We are very happy about her specially because she is foal number 12 and we have only go 1 mare and she is number 2. 

Þyrnirós was thrilled with her baby and was stunning to look at. She is so handsome and beautiful out on the field like the photos below show.  




Leave a Reply.

    Þrumarinn er..

    ... svakalegur!
    ... alvöru!
    ... hágengur!
    ... skrefmikill! 
    ... geðgóður!
    ... viljugur!
    ... mjúkur!
    ... engum líkur!!!

    Nafnið Þrumufleygur...

    Nafnið Þrumuflegur festist við hann þegar hann sýndi í gríð og erg SVAÐALEG tilþrif hlaupandi efitr móður sinni sem folald. Þá var ekki aftur snúið og Þrumufleygur var það. Aðrir eins skeiðsprettir og fótaburður hafa varla sést.  

    The name Þrumu-fleygur...

    He was named Þrumu-fleygur when he was only few days old running after his mother.  We have then or now seen such movements and speed range in a foal. Only one name came to our minds Þrumufleygur it was. Means flying thunder!