Þrumufleygur Frá Álfhólum - Icelandic Stallion Born 2006
 
Picture
Þrumufleygur komst ekki á sama flugið og í Hafnarfirði en fékk 9 fyrir tölt og stóð vel fyrir því og 9 fyrir brokk og hann vakti mikla athygli á yfirlitinu þrátt fyrir að vera ekki í hópi efstu hesta.   

Picture
Brekkan tók vel við sér þegar hann gekk í sínum stóru og háu skrefum á brokki og tölti eftir brautinni og einhverjir höfðu á orði að þessi hestur hefði alla burði til að fara í 9.5 fyrir tölt og brokk.

Picture
Því miður var hann eitthvað með sviðskrekk þegar átti að sýna fimmtu gangtegunina fyrir framan dómarana, en á æfingu daginn fyrir yfirlit sýndi hann okkur góðan og töluvert kraftmikinn sprett. Spurning hvort að það sé kannski bara sviðskrekkur í Jonna þegar hann kemur fram fyrir of mikið af fólki ;) En fótahreyfingarnar eru miklar og kannski ekki óeðlilegt að fótaröðunin ruglist aðeins þarna á milli, sérstaklega þegar völlurinn er svona harður eins og hann var á Melunum og sást kannski best þegar úrslitin í A-flokknum voru á sunnudag þegar ansi margir sprettir fóru í vaskinn.   

Picture

Landsmót in Skagafjörður 2011

Our stallion Þrumufleygur frá Álfhólum was not in the same zone at Landsmót as he was at Hafnarfjörður but he nevertheless received 9 for tölt and trot. Þrumufleygur attracted much attention at the overview despite not being among the top horses.

The spectators applauded when he showed both Tölt and trot with his big, high leg actions along the track but this horse has really the capability to recive 9.5 for both Tölt and trot later on.

Unfortunately, he seemed to have a little stage fright when he was to show his powerful pace i track infront of the judges. But with his great leg action it is perhaps only natural that he looks a little like he is closer to the Tölt than the pace, especially when the track is so hard as it was at the Landsmót. The hardness of the track was quite obvious in the finals of A-flokkur on Sunday when most of the great horses in the finals had great problem in the pace!
 
Picture
Þrumufleygur verður til afnota í Álfhólum í sumar. Nú þegar er tímabilið hafið og drottningarnar að hrúgast til hans. Hæst dæmda 5 vetra hryssa landsins hún Kolka frá Hákoti fór undir hann í vikunni sem og  1st verðlauna hryssurnar Diljá frá Álfhólum og Artemis frá Álfhólum. Einnig eru fleiri drottningum væntanlegar líkt og Díva frá Álfhólum og Askja frá Margrétarhofi :)  Engar slor hryssur sem folinn fær enda er hann einstaklega geðgóður og lipur við hryssurnar, afgreiðir þær á núll einni ;)   Þeir sem hafa staðið í stóðhestastússi vita hversu dýrmæt það er. 

Áhugasamir geta sett sig í samband við okkur í síma 8611218 (Hrefna María) eða með e-mail [email protected]
Tollurinn kostar 90.000 Isk með öllu. 

Álfhólar eru í V-Landeyjum  í um 10 mín fjarlægð frá Hvolsvelli. 

Þrumufleygur for covering this summer at Álfhólar!
It starts well with Þrumufleygur this summer. The highest judge 5 year old mare Kolka went to him this week, also 1st price mares like Diljá frá Álfhólum and Artemis frá Álfhólum and we expect more queens later on like Díva frá Álfhólum and Askja frá Margréarhof. 

He is very nice to the mares and it takes really short time to cover them. Those of you that have handle stallions know how valuable that is. 

If you are interested to get your mare covered with Þrumufleygur please contact us by phone 00354-8611218 (Hrefna María ) or by e-mail [email protected]

Álfhólar is near Hvolsvöllur in the South of Iceland. 110 km from Reykjavík. 

 
Picture

John fór með Þrumufleyg í dóm í Hafnarfirði í síðustu viku. Gekk það ágætlega og flaug hann inn á Landsmót. Við vitum þó að hann á tölvert mikið inn í hæfileikum en erum mjög ánægð að byggingardómurinn var lagfærður til hins betra eins og við vonuðumst til. 

Við teljum hann eiga mikið inni fyrir brokk og skeið, tölt og stökk einnig. Gaman verður að fylgjast með áframhaldinu í sumar. 

IS2006184674 Þrumufleygur frá Álfhólum
Örmerki: 352206000061211
Litur: 2520 Brúnn/milli- stjörnótt
Ræktandi: Rósa Valdimarsdóttir
Eigandi: Rósa Valdimarsdóttir
F.: IS1999188801 Þóroddur frá Þóroddsstöðum
Ff.: IS1987187700 Oddur frá Selfossi
Fm.: IS1984287011 Hlökk frá Laugarvatni
M.: IS1996284669 Þyrnirós frá Álfhólum
Mf.: IS1993184988 Ögri frá Hvolsvelli
Mm.: IS1979284670 Vaka frá Álfhólum
FORSKOÐUNARDÓMUR
Héraðssýning Sörlastöðum
Mál (cm): 140 - 131 - 137 - 65 - 142 - 38 - 47 - 43 - 6,5 - 29,5 - 19,0
Hófa mál: V.fr.: 9,0 - V.a.: 8,5
Sköpulag: 7,0 - 7,5 - 9,0 - 8,0 - 8,5 - 7,0 - 9,0 - 8,5 = 8,04
Hæfileikar: 9,0 - 8,5 - 6,5 - 8,5 - 9,0 - 9,0 - 8,0 = 8,42
Aðaleinkunn: 8,27      Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: John Kristinn Sigurjónsson


Þrumufleygur fly's into Landsmót!
John took Thunder to a breedingshow last week and it went good. He got good 1st price and a ticket to Landsmót this summer. Although we know that he has much more to offer for ridden abilities but we are happy that he raised his scores for conformation allot. 


It will be great to watch him on Landsmót and hopefully get better scores for trot and pace, also tölt and gallop! 

 
Son of Þrumufleygur and Ögrun frá Álfhólum
Ungur sonur Þrumufleygs og Ögrunar frá Álfhólum. Myndarlega stjönóttur. // Young son of Þrumufleygur and Ögrun frá Álfhólum.

Falleg og frísk Þrumufleygsbörn hafa komið í heimin undanfarana daga. Þrumufleygur lítur út fyrir að vera mjög gjafmildur á fallega stjörnótt og blesótt með öllum litum, sem er náttúrulega ótrúlega sjarmerandi. 
 Fimm af sex folöldum sem komin eru, eru  með stjörnu eða blesu. 2 brúnstjörnóttir hestar, ein brúnstörnótt hryssa, ein rauðstjörnótt hryssa, einn leirljósblesóttur hestur og ein brún hryssa. 

Þrumufleygur's offsprings come to live!
Six foals sired by Þrumufleygur are born this summer. It seems that he is very generous of giving foals with white marks in their face. 5 of 6 have stars and a blaze and only one is pure black. :) 
 
Þann 22. maí síðastliðinn fæddist frumburður Þrumufleygs. Fallegur brúnstjörnóttur hestur leit dagsins ljós í miklu öskuryki, mikið öskufall var á suðurlandi þennan dag frá Grímsvatna gosinu. 
           Móðirin er Ásvör frá Hamrahól unga Dalvarsdóttir í eigu Guðjóns og Völu í Hamrahól. Við óskum Guðjóni og Völu innilega til hamingju með gripinn. Þess má geta að um 15-20 hryssur voru hjá Þrumufleyg síðasta sumar, þannig að afar spennandi tímar eru framundan þegar nýjar vonarstjörnur fæðast í þennan heim. 
 
John kom með Þrumufleyg í Víðidalinn í lok Apríl 2011. Fengum við loks að sjá gripinn almennilega en hann hefur verið í þjálfun hjá honum í Ármóti í vetur þar sem John er vinnur og stundar tamningar. 
Illa hafði gengið að finna tíma til að koma í heimsókn austur og því var brugðið á það ráð að koma bara með klárinn í bæinn í helgarheimsókn. 
Hér að neðan er slideshow af honum. Klikkið á play í vinstra horninu. Fleiri myndir er að sjá í Myndaalbúmi einnig. 
 
Picture
Þegar líða fór að jólum á síðasta ári fórum við að huga að jólakortunum. Efst í huga okkar frá því herrans ári 2010 var nánast einungis tvennt. Þrumufleygur og Eldgos í Eyjafjallajökli. 
Ekki var um annað að ræða en að sameina þetta tvennt á jólakortunum frá okkur og finnst okkur útkoman hreint frábær. 

Okkur fannst takast svo vel til að við notuðum hana einnig í stóðahestablöðin og vefina. 

Myndin hefur vakið verðskuldaða athygli, og ef þú ert að pæla í því hvort hesturinn sé photoshopaður þá er svo ekki. Hann er einungis klipptur út og límdur á eldgosið :)) 

 
Picture
Þrumufleygur kemur fagnandi Ágúst 2010
Þrumufleygur stóð sig heldur betur vel við að fylja hryssurnar sem komu til hans í sumar. Þrátt fyrir veikindi, hor og slef, þá náði hann að sinna hryssum sínum vel. Allar hryssurnar sem voru hjá honum voru staðfestar með fyli nema ein.
  
Við héldum einnig nokkrum hryssum undir hann á húsi og fór folinn fljótlega að ganga undir öðru nafni. Þrumufleygur var nú kallaður Bingó-Brúnki þar sem hann var afar snöggur að koma sér að verki, fimur og góður við hryssurnar. Þeir sem hafa kynnst stóðhestahaldi vita hversu mikill léttir það er að vera með hest sem hagar sér svona. Oft á tíðum getur það tekið óratíma að starta hestinum upp með allskonar sjérímoníum til að koma honum á hryssuna. Sumir bíta þær og vílja hafa eitthverskonar hörku í þessu og aðrir eru bara algjörir aumingjar þá einna helst í kringum foaldshryssur.  

Ég vissi nokkurn veginn hvenær flestar hryssurnar sem komu til Þrumufleygs í sumar áttu að vera í látum og þegar við fengum Guðmar dýralækni að sóna þá klikkaði það varla... Folinn fyljaði alltaf í fyrstu umferð þ.e. hann fyljaði hryssurnar um leið og þær fóru að ganga og misstu því ekki úr gangmál. Ein hryssan var meira segja sónuð með tvö fyl og þurfti að sprauta þau bæði úr hryssunni, þar sem afar litlar lífslíkur eru á báðum þeirra. Yfirleitt lifa þau bæði framan af vetri en mjög algengt er að hryssan láti þeim á 9-10 mánuði. Hryssan var leidd undir hann aftur og fékk hún við honum strax og staðfest var fyl í hryssunni. Guðmar var farin að kalla Doddason Bingó-Brúnka í lok sumars líkt og við frænkurnar. :)

 
Picture
Þrumufleygur í hryssum Ágúst 2010
... Fríður, frjáls og fumlaus, inní framtíðina fagnandi fer :)

 
Picture
Þrumufleygur og John Kristinn
Á stórmóti Geysis sem haldið var yfir verslunarmanna helgina var efnt til sýninga frá ræktunarbúum á Suðurlandi. Við frænkurnar í Álfhólum stóðumst ekki mátið og skráðum okkur með þar sem við vorum jú kannski yfir okkur ánægðar að vera komnar í hnakkinn aftur. 

Þrumufleygur hefur verið í griðingu með hryssum frá byrjun Júni og hans líkamsrækt hefur verið að sinna þeim og standa varðbergi um stóðið sitt. Við tókum folann inn og járnuðum hann 3 dögum fyrir sýninguna prófuðum og það var eins og við manninn mælt, Þrumufleygur var í feikna stuði. Hann fékk þó að gista hjá konunum sínum yfir næturna fram að sýningu en John reið honum þrisvar sinnum fyrir. 

Þrumufleygur og John áttu svakalega góða innkomu og heillaðist öll brekkan af hestinum enda varla annað hægt. Krafturinn í þessum 4 vetra fola er ótrúlegur og hvað þá fótaburðurinn og rýmið. Við djókuðum nú með það eftir á að við hin hefðum alveg getað sleppt því að mæta því allir horfðu bara á Þrumufleyginn. 

Þrumufleygur sýndi mikla ganghæfileika frábært tölt, magnað brokk og átti góða skeiðspretti. 

Það var ótrúlega gaman að enda sumarið hjá honum með þessari innkomu og fékk hann verðskuldaða eftirtekt eftir þessa sýningu. 


Hér fyrir neðan er að sjá myndir af Þrumaranum og Video af Sýningunni!


Þrumufleygur draws huge attention!
On the big South competition that was held the first weekend in August a breeding show from breedings farms where present. We on Álfhólar where excited to take part in this. 

Þrumufleygur has been in out on the field with his mare form the beginning of June and his exercise has only been running around and watching his mares. We took him inside only 3 days before the show and shoed him and tryed him. It was like he had never stopped training him this summer. He was really good and had lot of power. 

Þrumufleygur and John had a awesome show and all the people watching where amazed. The power and charisma blow people away in this 4 year old stud and not to talk about the movements and the speed range. We laugh a little bit about that maybe the other horses did not need to go also from Alfhólar because everyone just watched him!

Þrumufleygur showed off his great gaits, stunning tölt, amazing trot and great pace. 

It was so nice to end this year with this show of Þrumufleygur and he got good attention from everyone after this show.   

Here below you can see photos of him and Video of the Show!

    Þrumarinn er..

    ... svakalegur!
    ... alvöru!
    ... hágengur!
    ... skrefmikill! 
    ... geðgóður!
    ... viljugur!
    ... mjúkur!
    ... engum líkur!!!

    Nafnið Þrumufleygur...

    Nafnið Þrumuflegur festist við hann þegar hann sýndi í gríð og erg SVAÐALEG tilþrif hlaupandi efitr móður sinni sem folald. Þá var ekki aftur snúið og Þrumufleygur var það. Aðrir eins skeiðsprettir og fótaburður hafa varla sést.  

    The name Þrumu-fleygur...

    He was named Þrumu-fleygur when he was only few days old running after his mother.  We have then or now seen such movements and speed range in a foal. Only one name came to our minds Þrumufleygur it was. Means flying thunder!