Þrumufleygur Frá Álfhólum - Icelandic Stallion Born 2006
 
Picture
Þrumufleygur kemur fagnandi Ágúst 2010
Þrumufleygur stóð sig heldur betur vel við að fylja hryssurnar sem komu til hans í sumar. Þrátt fyrir veikindi, hor og slef, þá náði hann að sinna hryssum sínum vel. Allar hryssurnar sem voru hjá honum voru staðfestar með fyli nema ein.
  
Við héldum einnig nokkrum hryssum undir hann á húsi og fór folinn fljótlega að ganga undir öðru nafni. Þrumufleygur var nú kallaður Bingó-Brúnki þar sem hann var afar snöggur að koma sér að verki, fimur og góður við hryssurnar. Þeir sem hafa kynnst stóðhestahaldi vita hversu mikill léttir það er að vera með hest sem hagar sér svona. Oft á tíðum getur það tekið óratíma að starta hestinum upp með allskonar sjérímoníum til að koma honum á hryssuna. Sumir bíta þær og vílja hafa eitthverskonar hörku í þessu og aðrir eru bara algjörir aumingjar þá einna helst í kringum foaldshryssur.  

Ég vissi nokkurn veginn hvenær flestar hryssurnar sem komu til Þrumufleygs í sumar áttu að vera í látum og þegar við fengum Guðmar dýralækni að sóna þá klikkaði það varla... Folinn fyljaði alltaf í fyrstu umferð þ.e. hann fyljaði hryssurnar um leið og þær fóru að ganga og misstu því ekki úr gangmál. Ein hryssan var meira segja sónuð með tvö fyl og þurfti að sprauta þau bæði úr hryssunni, þar sem afar litlar lífslíkur eru á báðum þeirra. Yfirleitt lifa þau bæði framan af vetri en mjög algengt er að hryssan láti þeim á 9-10 mánuði. Hryssan var leidd undir hann aftur og fékk hún við honum strax og staðfest var fyl í hryssunni. Guðmar var farin að kalla Doddason Bingó-Brúnka í lok sumars líkt og við frænkurnar. :)

7/14/2012 02:53:57 pm

Good article dude

Reply
9/24/2012 05:17:40 pm

wonderful post

Reply



Leave a Reply.

    Þrumarinn er..

    ... svakalegur!
    ... alvöru!
    ... hágengur!
    ... skrefmikill! 
    ... geðgóður!
    ... viljugur!
    ... mjúkur!
    ... engum líkur!!!

    Nafnið Þrumufleygur...

    Nafnið Þrumuflegur festist við hann þegar hann sýndi í gríð og erg SVAÐALEG tilþrif hlaupandi efitr móður sinni sem folald. Þá var ekki aftur snúið og Þrumufleygur var það. Aðrir eins skeiðsprettir og fótaburður hafa varla sést.  

    The name Þrumu-fleygur...

    He was named Þrumu-fleygur when he was only few days old running after his mother.  We have then or now seen such movements and speed range in a foal. Only one name came to our minds Þrumufleygur it was. Means flying thunder!